Deila skjölum
OneDrive gefur okkur mjög öfluga valmöguleika í skjaladeilingum og er því mjög gott til að vinna saman með skjöl. En það er líka gott að hafa smá útlistun og leiðbeiningar um notkun á þessum fítusum.
Fyrst skulum við skoða hvernig við deilum skrám með öðrum. Það er hægt að fara tvær leiðir að því og svo er einn valmöguleiki með skrár sem er ekki á möppum. En förum yfir þetta núna.
Til að deila skjölum þá þarf að haka við það sem á að deila, með því að smella aðeins fyrir framan skrárnar eða möppurnar og ýta svo á share hnappinn.
Hin leiðin er svo að ýta á þrjá punktana sem eru fyrir aftan nafnið á skránni og velja share í glugganum sem kemur.
Eftir að smellt er á share þá kemur upp glugginn þar sem þú getur sett inn þá aðila sem þú vilt deila skránni með, ásamt skilaboðum. Í efsta gluggann er tölvupóstur viðkomandi settur inn og kerfið leitar að notandanum þannig að þú ættir að geta staðfest um að póstfangið sé rétt, ef það er rangt þá kemur villa eins og er á myndunum hér að neðan. Í neðri gluggann getur þú skrifað skilaboð sem viðkomandi fær í tölvupósti. Hægra meginn við viðtakendur er valgluggi þar sem þú getur sett hvaða réttindi á að gefa, Can edit fyrir full réttindi og Can view ef það á bara að vera lesréttindi.
Ef um er að ræða skrá þá bætist við auka valmöguleiki sem heitir Get a link. Þennan valmöguleika er hægt að nota ef þú vilt deila út á netið og sleppa við innskráningu. Þetta gefur því fólki bara online möguleika á því að lesa eða lesa og skrifa skjalið með þér. Það er því nóg að smella á Create link til að búa til slóðina og gera hana virka og svo smella á disable þegar þú vilt gera slóðina óvirka.
Ef smellt er svo á Shared with þá sérðu hverjir eru með réttindi að skránni og hvaða réttindi eru á hverjum og einum aðila, ásamt því að geta breytt þeim réttindum.
Þá er líka hægt að sjá á aðalglugganum með hverjum þú ert að deila skjálinu, það kemur fram í Sharing dálkinum.