Skila fyrir próftaka
Ef nemandi í opnu prófi gleymir að skila prófi (smella á submit) áður prófinu er lokað skilar það sér ekki inn í yfirferðina hjá kennara
Þetta getur líka gerst ef t.d. rafmagnið fer eða net dettur út hjá nemanda í læstu prófi þegar kemur að því að skila prófinu
Tilraun nemandans er vistuð í kerfinu en skráist ekki sem skilað (submitted) og ekki er hægt að fara yfir svörin nema skila fyrir hönd nemandans
Athugið að ef einkunnagjöf hefur verið staðfest í prófinu, þá þarf að byrja á því að fara í Grade, smella á nafn prófsins og smella á Reopen.
Loggið inn í Inspera, smellið á Deliver -> Tests.
Veljið viðeigandi próf (smellið á nafn prófsins).
Smellið á Monitor táknið (hringur efst til hægri).
Skil sem vantar líta mismunandi út eftir því hvort þetta er opið próf eða læst, skil fyrir hönd próftakans eru samt framkvæmd eins. Efri myndin er úr opnu próf og sú neðri úr læstu prófi.
Haldið bendlinum yfir línu próftakans
Smellið á More hnappinn aftast í línunni og veljið Resubmission
_________________________________________________________________________________________________________________
Ef Resubmission sést ekki er búið að staðfesta einkunnir í prófinu og þá er nauðsynlegt að byrja á því að fara í Grade, velja prófið og smella á Reopen.
__________________________________________________________________________________________________________________
Smellið á Allow candidate to resubmit og svo á No time limit og staðfesta með Update.
Smellið aftur á More og Resubmission
Smellið á Do not allow candidate to resubmit og svo á Update (og þar með staðfesta Submit current version).
Nú er hægt að fara yfir úrlausn nemandans hafi verið opnar spurningar í prófinu og svo staðfesta einkunn Confirm Final Grading
Hafi Reopen verið gert hér að ofan þarf að fara aftur í Grade og smella á Confirm Final Grading til að einkunn nemandans verði reiknuð og send ásamt einkunnum hinna nemendanna yfir til Uglu.