Askur

 

Askur er skýrslukerfið sem er ætlað að taka við af Oracle Discoverer. Oracle hefur hætt að þjónusta Discoverer og því þurftum við aðra lausn til taka saman skýrslur í Orra.
Askur byggir á skýrslubyggingu Discoverer og notendur ættu að geta fundið allar þær upplýsingar sem voru að finna í Discoverer.

Hægt er að komast inn í Ask víða í kerfinu. Það eru tvær leiðir helstar sem eru eftirfarandi.

Eftir innskráningu í Ask þá tekur forsíðan við notendum.
653 24
Starfsmaður.1


Hamborgarinn veitir aðgang að leiðarvísum Asks. Þar komast notendur fram og til baka í kerfinu.
Kerfishlutar eru m.a.:

  • Fjárhagur (GL)

  • Eignakerfi (FA)

  • Viðskiptaskuldir (AP)

  • Mannauður (HR)

  • Vörustýring (PO)

Hver kerfishluti hefur svo nokkra hópa af skýrslum. Með því að smella á kerfishluta og velja svo Efnisyfirlit þá er hægt að sjá allar þær skýrslur sem eru í viðkomandi kerfishluta.

Aðgengi og öryggi í skýrslum er stýrt með ábyrgðarsviðum í Orra. Þetta tryggir að einfalt er að stýra aðgengi og réttir aðilar hafi aðgang að upplýsingum sem þau þurfa til að sinna starfi sínu.
Til að geta notað eftirfarandi kerfishluta þarf viðeigandi ábyrgðarsvið:

  • Fjárhagur

    • XX GL Skýrslur

    • GL …

  • Eignakerfi

    • XX FA Skráning

  • Viðskiptaskuldir

    • XX AP Skráning

  • Mannauður

    • XX HR Skráning

  • Vörustýring

    • XX PO Skráning

Sumir notendur í Orra þurfa að vinna með fleiri en einn kerfishluta í Orra og geta því þurft að breyta um ábyrgðarsvið til að geta fengið réttar upplýsingar.
Þegar komið er inn í skýrslu þá bætist við nýr valmöguleiki efst í horninu hægra megin. Hægt er að smella á ábyrgðasviðið til að breyta því .