Skýrslur í áskrift
- Jón Helgi Elínar Kjartansson
Til að setja skýrslu í áskrift þá þarf að kalla fram skýrsluna eins og þið viljið fá hana með þeim færibreytum sem þið viljið. Loks er farið í „Actions" takkann sem er nánast efst í skýrslunni. Smellt á hann og valið „Subscriptions".
Þá opnast nýr gluggi þar sem þið getið sett inn tölvupóstinn sem þið viljið að skýrslan berist á.
Þar er einnig hægt að setja inn „Subject" en það er viðfangsefnislínan fyrir
tölvupóstinn.
„Frequency" er hversu oft þið viljið fá skýrsluna; daglega, vikulega eða mánaðarlega.
„Starting From" er dagsetning sem áskriftin á að keyra, hefur ekki áhrif á tímabilið sem var valið skýrslunni. „Ending" er lokadagsetning hvenær skýrslan á að hætta í áskrift. Hægt að skilja „Ending" eftir auða á þá keyrir áskriftin ótímabundið.
Smellið á „Apply" til að virkja áskriftina.
Með áskriftarpóstinum kemur takki neðst sem nefnist „Unsubscribe". Með því að smella á hann er hægt að hætta áskriftinni á hætta að fá tölvupósta um hana.