Pósturinn í Android (Outlook)

Smelltu hér til að ná í Outlook fyrir Android

Smelltu á Install til að setja appið upp á Android tækinu þínu.

 

Þegar búið er að setja appið upp þá er bara að opna og hefja uppsetningu á póstinum. Einfaldast er að smella stax á Get Started.

Þá kemur upp innskráningarglugginn frá Microsoft þar sem sett er inn HA notandanafnið. Þegar það er komið þá kemur redirect gluggi sem beinir á innskráningarsíðu HA.

Þegar komið er á HA innskráningarsíðuna þá er að setja inn HA notandanafnið aftur, ef það er ekki þar inni fyrir, lykilorðið í reitinn fyrir neðan og svo velja Sign in.

Eftir þetta þá fer appið í að setja allt upp og gera klárt og þegar því er öllu lokið þá færðu upp Inbox.