OneDrive tenging í Canvas (e. Office 365)
Virkja tengingu (Umsjónarkennarar)
Ef Office 365 er ekki sýnilegt í Canvas þá þarf að fara í Stillingar (e. Settings), velja Leiðarstýringu (e. Navigation) og virkja tenginguna með því að draga Office 365 upp í aðal valstikuna.
Smelltu á Vista (e. Save) til að vista breytingarnar.
Virkja tengingu (Allir)
Þegar Office 365 tengingin er notuð í fyrsta sinn þarf að skrá sig inn, með því að smella á Log In.
Núna er hægt að nálgast OneDrive gögnin sín inn í Canvas.
Setja inn skrá í ritham (e. Rich content editor)
Smelltu á táknið af rafmagnskló og veldu View all.
Smelltu á Office 365.
Veldu skjalið sem á að setja inn og smelltu á Attach File.
Núna er skjalið komið inn.
Setja inn skrá í Námsefni (e. Modules)
Smelltu á + merkið.
Veldu External tool.
Smelltu á Office 365.
Veldu skjalið sem á að setja inn og smelltu á Attach File.
Smelltu á Add item.
Núna er skjalið komið inn. Mundu að smella á Birta (e. Publish) til að gera skjalið sýnilegt fyrir nemendur.