LLEAP hugbúnaðurinn er notaður til þess að stjórna dúkkunum. Það er ýmist hægt að stjórna þeim úr tölvunni þar sem hugbúnaðurinn er uppsettur eða sérstakri spjaldtölvu sem þeim fylgja.
Athugið að ekki er hægt að tengjast dúkku frá fleiri en einu tæki í einu
Hægt er að hlaða niður LLeap hugbúnaðinum í eigin tölvu og nota án þess að setja inn leyfi. Hugbúnaðurinn mun ekki tengjast dúkku án leyfis, en hægt er að ræsa hermi sem hugbúnaðurinn getur unnið með í staðinn. Þó er ekki hægt að nota annan sjúklingaskjá en þann sem leiðbeinandi sér án þess að setja inn leyfi.