Dúkku stjórnað með spjaldtölvu

Skólinn á tvær dúkkur frá Leap ásamt tvemur Simpad auk eins sírita (patient monitor). Síritinn virkar eingöngu með “Simulation box” fyrir aðra hvora dúkkuna. Hann reynir sjálfkrafa að tengjast sömu dúkku og var síðast tengd. Til þess að setja upp hermikennslu, byrjið á því að:

·       Tengja rafhlöðuna við boxið (hleðslutækið ef þarf)

·       Tengið dúkkuna við boxið (ef það á að nota dúkku)

·       Kveikið á boxinu og bíðið í eina mínútu (þar til bæði ljósin kvikna)

·       Kveikið á Simpad og bíðið eftir að hann tengist Simbox

·       Tengið netið við Simbox (gula snúran)

·       Kveikið á síritanum (patient monitor, tölvan aftan á skjánum)

 

Athugið að Simpad slekkur á sér ef hann er ekki notaður í 30 mín

 

Síritinn á að ræsa öll forrit sjálfkrafa. Ef ekki, þá þarf að ræsa:

·      (NDI) Screen Capture (til að sjá síritann í annari stofu)

·       Laerdal Patient Monitor

Til að horfa á myndavélarnar og síritann (Axis companion og NDI Tools þarf að vera uppsett á viðkomandi tölvu):

·       Ræsið NDI Studio Monitor til að sjá síritann:

o   Veljið “Stofa-J205-Patient” -> “Intel HD Graphics 630 1”

·       Ræsið “Axis Companion”, lykilorð er: Horfa!