Fleiri en einn microsoft aðgangur á sömu tölvu

Ýmis innskráningarvandamál geta komið upp þegar fleiri en einn Microsoft aðgangur er notaður á sömu tölvunni. Ástæðan fyrir þessu er sú að vafrar geyma innskráningarupplýsingar sem þeir sækja síðar þó þær upplýsingar eigi ekki við. Til þess að leysa þetta vandamál er hentugast að vera með einn prófíl fyrir hverja innskráningu. Til dæmis er hægt að búa til prófíl sem starfsmaður og annan sem nemandi, og þá með öðru netfangi. Þetta á einnig við um aðgang hjá öðrum skólum en Háskólanum á Akureyri. Aðferðir við að búa til prófíl eru misjafnar eftir vöfrum, en hér eru dæmi um Microsoft Edge og Google Chrome.

 

  • Byrjið á því að endurskíra þann prófíl sem þið eruð að nota lýsandi nafni, eins og til dæmis “UNAK starfsmaður” með því að smella á myndina upp í hægra horninu og velja “Manage profile settings”

 

  • Búið til nýjan prófíl með því að smella á “+ Add profile”. Þið getið stillt prófílinn eftir óskum, en ekki er nauðsynlegt að skrá sig inn á vafrararnn eins og gert er í þessu dæmi. Kostir þess eru að þá fylgja bókamerki á milli tækja þegar sami aðgangur er notaður á fleirum en einu tæki. Þegar þessu er lokið, lokið glugganum.

 

  • Að þessu loknu, er gott að skýra nýja prófílinn lýsandi nafni með því að loka glugganum sem opnaðist ef það var ekki gert í skrefinu hér að undan, smellið á punktana þrjá við hliðina á “Sign out” og veljirð “Edit”

     

Nú eru til tveir aðskildir prófílar sem er hægt að nota fyrir sitthvorn aðganginn. Athugið að skrá ykkur ekki inn með öðru netfangi en prófíllinn er ætlaður í til þess að forðast rugling. Einnig er hægt að búa til fleiri prófíla, meðal annars einn sem er ekki ætlaður fyrir eitthvað eitt ákveðið netfang

  • Byrjið á því að endurskíra þann prófíl sem þið eruð að nota lýsandi nafni, eins og til dæmis “UNAK starfsmaður” með því að smella á myndina upp í hægra horninu og smella á tannhjólið fyrir aftan “Other profiles”

 

  • Búið til nýjan prófíl með því að smella á myndina upp í hægra horninu og velja “+ Add”. Skýrið prófílinn lýsandi nafni eins og til dæmis “UNAK nemandi”

 

Nú eru til tveir aðskildir prófílar sem er hægt að nota fyrir sitthvorn aðganginn. Athugið að skrá ykkur ekki inn með öðru netfangi en prófíllinn er ætlaður í til þess að forðast rugling. Einnig er hægt að búa til fleiri prófíla, meðal annars einn sem er ekki ætlaður fyrir eitthvað eitt ákveðið netfang