Búa til matskvarða (e. Rubric)
Smelltu á Matskvarða (e. Rubrics)
Smelltu næst á +Bæta við matskvarða (e. Add rubric).
Gefðu matskvarðanum nafn með því að smella og skrifa inn í titil svæðið þar sem stendur einhver matskvarði.
Matskvarðin byrjar sjálfkrafa með eitt viðmið sem á að meta. Til þess að breyta texta á viðmiði skal smella á blýantinn.
Þegar verið ar að breyta umsögninni skal skrifa inn stutta lýsingu (e. Description) (1), einnig er hægt að skrifa lengri lýsingu fyrir neðan (2). Þegar því er lokið skal smella á uppfæra viðmiðun( update criterion) (3).
Matskvarðin er sjálfkrafa stilltur á eitt stigagildi. Ef stigafjöldin fyrir viðmið á að vera milli ákveðinna stiga, skal haka við Svið (e. Range) (1). Þessi stilling bíður upp á að skrá stigin fyrir ákveðið viðmið.
Þegar Svið (e. Range) hefur verið virkt þá sést hver skalinn á því er verið að meta. Í hverju hólfi kemur síðan fram hvernig stigagjöf er háttað (2).
Aftasta hólfið í kvarðanum sýnir alltaf heildar stigin fyrir hvern lið sem er verið að meta (1). Í dæminu hér fyrir neðan er þessi þáttur metinn á skalanum 10 til 0 og 0 fyrir engin skil.
Til að bæta við viðmiði, smelltu á Plús merkið.
Hér þarf að skilgreina matskeinkunn (1), titil mats (2) og matslýsingu (3). Smelltu síðan á Uppfæra mat (4) til að vista breytingarnar.
Hægt er að breyta stigamatinu með því að smella á blýantinn (1). Til að eyða út matsstigi þá er smellt á ruslatunnuna (2). Til að eyða öllu matinu þá þarf að smella á ruslatunnuna við matið (3).
Smelltu á +Viðmið til að bæta við öðru nýju atriði sem á að meta (1), þá er hægt að búa til nýtt frá grunni (2) eða afrita viðmið að ofan (3).
Mundu að smella á Stofna matskvarða (e. Create rubric) til að vista matskvarðann.