Bjóða öðrum á Zoom fund

Þegar fundir er í gangi

Þegar fundur er í gangi þá er hægt að bjóða öðrum á fundinn með því að smella á Invite.



Þá opnast nýr gluggi með nokkrum valkostum um að senda boð á fundinn. Fyrsti valkosturinn er að senda boð í gegnum tölvupóst.



Einnig er hægt að senda boð ef þú ert með tengiliði vistaða í Zoom. Smelltu þá á Invite by Contacts, veldu þann sem á að fá boð á fundinn og smelltu á Invite.



Auk þess er hægt að afrita slóð af fundinum og senda slóðina á viðkomandi. EInnig er hægt að setja slóðina inn á svæði sem notendur hafa aðgang að, t.d. síðu í námskeiði.

 

Þegar búið er að skipuleggja fundinn

Skráði þig inn á Zoom forritið og smelltu á Meetings.


Veldu fundinn sem þú vilt búa til boð á, smelltu á Copy Invitation og deildu slóðinni með þeim sem eiga að komast á fundinn.