Røde Podcaster borðhljóðnemi

Røde borðhljóðnemar eru til tímabundinna útlána fyrir upptökur inn á skrifstofum. Þeir henta vel fyrir upptökur á fyrirlestrum og skila góðu, skýru tali. Athugið þó að ef það bergmálar í herberginu sem tekið er upp í, þá mun það heyrast á upptökunni. Þessir hljóðnemar eru einfaldir í notkun og eru settir í samband með USB snúru. Til að nota þá til upptöku, þarf að velja þá eins og til dæmis er sýnt hér í upptökuforritinu Panopto þar sem hljóðneminn er valinn í “Audio” fellilistanum

 

Hægt er að tengja heyrnatól við hljóðnemann og er styrkstillirinn til þess að hækka og lækka í heyrnatólunum. Ekki er mælt sérstaklega með því að nota heyrnatól við upptökum, en þau eru hentug til þess að átta sig á því hvernig er best að tala í og stilla upp hljóðnemanum. Best er að vísa hljóðnemanum beint að munni í um það bil 10cm fjarlægð, en það þarf að passa upp á að blástur frá munni og nefi nái ekki í hljóðnemann. Það heyrist greinilega á upptökum og er gott að nota heyrnatól til að átta sig á því. Á hljóðnemanum er gaumljós sem gefur til kynna hljóðstyrkinn:

Grænt → Hljóðnemi virkur

Gult → Hljóðstyrkur er heldur hár (hljóðnemi heldur nálægt munni)

Rautt → Hljóðstyrkur of mikill. Hljóð á upptöku verður bjagað og rifið. Hljóðneminn er staðsettur of

nálægt munni og þarf að færast fjær