Milestone myndavélakerfi
- Valgeir Árnason
Milestone myndavélakerfi sýnir mynd frá myndavélum, skjámynd frá sjúklingaskjáum og hljóð frá þeim myndavélum sem búnar eru hljóðnema eða sértækum hljóðnemum í rými. Hér fyrir neðan eru notkunarleiðbeiningar fyrir hugbúnaðinn.
Tölvan sem keyrir Milestone er uppsett þannig að hugbúnaðurinn á að keyrast sjálfkrafa við ræsingu á tölvu. Ef hugbúnaðurinn er ekki í gangi þó kveikt sé á tölvunni, þá er smellt á táknmyndina fyrir “Milestone Express” á skjáborðinu. Ef það er ekki sjáanlegt, þá er smellt á Windows merkið í stikunni, valið “All” → “Milestone” → “Xprotect Smart Client 2023”. Einnig er hægt að endurræsa tölvuna til þess að forritið keyrist sjálfkrafa
Forritið er uppsett þannig að innskráning á að gerast sjálfkrafa við ræsingu á forritinu. Ef það gerist ekki, þá eru eftirfarandi upplýsingar settar inn:
Computer = ha-herm-milesto
Authentication = Basic Authentication
User name = hermikennsla
Password = hermikennsla
Hakað í “Remember password” og “Auto-login”
Því næst er smellt á “Connect”
Ef það kemur upp eftirfarandi gluggi þá er smellt á “Allow” til þess að halda áfram
Ef upp kemur vandamál við innskráningu, þá þarf að lesa þau villuskilaboð sem birtast.
Hér er dæmi um rangt lykilorðið eða notandanafn.
Hér er dæmi um nafn á netþjóni er ekki rétt innslegið í “Computer” eða ef ekki næst samband við netþjón. Hafa þarf samband við tæknimann ef nafnið á netþjóninum er örugglega rétt í dálknuim “Computer”
Þegar búið er að ræsa forritið og skrá inn notanda er hægt að horfa á myndavélar, horfa á sjúklingaskjá og hlusta á hljóðnema. Athugið að eingöngu er hægt að hlusta á einn hljóðnema í einu. Það er hægt að velja eina myndavél til að horfa á, eða sniðmáta þar sem hægt er að raða inn myndavélum og skjám eftir hentugleika. Einnig er hægt að velja fyrirfram ákveðinn sniðmáta þar sem þær myndavélar, hljóðnemar og sjúklingaskjáir sem tilheyra því rými sem verið er að vinna í eru fyrirfram uppraðaðir. Ef myndavél er hreyfanleg, þá birtast örvar í neðra hægra horni myndavélarinnar. Þá er hægt að hreyfa viðkomandi myndavél til með músinni eða með því að smella á ör í þá átt sem myndavélin á að færast í.