Sennheizer þráðlausir hljóðnemar
Í hátíðarsal og báðum hallandi sölunum eru þráðlausir hljóðnemar frá Sennheizer. Þá, ásamt auka rafhlöðu á alltaf að geyma í hleðslustöðinni sem þeim fylgja og er á borðinu. Það þarf ekki að slökkva á þeim þegar þeir eru settir í hleðslu. Þá eiga þeir að kveikja á sér sjálfkrafa þegar þeir eru teknir úr hleðslu.
Hins vegar kveikja þeir ekki sjálfkrafa á sér ef slökkt hefur verið á þeim áður en þeir voru settir í hleðslu.
Til að kveikja eða slökkva á þeim, er rauða takkanum á hliðinni haldið inni í smá stund. Þegar kveikt er á sendinum lýsir rautt ljós ofan á sendinum sem breytist í grænt þegar hann er búinn að para sig við móttakarann og tilbúinn til notkunar. Ef það lýsir gult, þá er sendirinn á „Mute“. Það er takkinn ofan á sendinum sem hægt er að renna til hliðar. Ljósið á sendinum á sem sagt að lýsa grænt þegar hann er tilbúinn til notkunar.
- Rautt = Ekkert samband
- Gult = Mute (slökkt á hljóði)
- Grænt = Tilbúinn til notkunar
Sendarnir og rafhlöðurnar passa bara á einn veg í hleðslustöðvarnar. Vinsamlegast þrýstið þeim ekki niður af afli, það á eingöngu að þurfa að ýta þeim laust niður. Ef rauða hleðsluljósið kviknar ekki, snúa þeir að öllum líkindum öfug. Þá þarf að snúa þeim við og setja þá í aftur. Rafhlöðurnar fara í hleðslustöðina eins og þegar þær væru á þráðlausa sendinum, það er:
Textinn Sennheizer á að snúa rétt og vera hægra megin við hleðsluljósið.
Til að taka rafhlöðurnar úr sendunum er þrýst á báða svörtu takkana á hliðinni, og draga rafhlöðuna niður á meðan tökkunum er haldið inni. Til að setja rafhlöðuna í er hún lögð í hólfið fyrir rafhlöðuna um það bil fyrir miðju, og þrýst jafnt varlega upp þar til heyrist smellur. Þá á hún að vera læst við sendinn.
Til að slökkva á hljóðinu er „Mute“ rofinn færður til svo að græna ljósið breytist í gult. Þá er slökkt á öllu hljóði frá hljóðnemanum. Vinsamlegast sjáið til að færa rofann aftur til bara svo græna ljósið lýsi áður en byrjað er að tala.