Apple
Uppsetning
Apple tölvan er afhent til þín með notendanafni og lykilorði (án @unak.is)
Hugbúnaður og App Store
Notandinn þinn er administrator af vélinni. Þér er frjálst að ná í þann hugbúnað sem þér sýnist af internetinu (.dmg og .pkg) og setja það upp sjálf/ur.
Hugbúnaður sem er aðeins fáanlegur á App Store þarf að ýta út á vélina þína miðlægt. Sendu beiðni HÉR og tilgreindu hvaða hugbúnað þú þarft, hvað og ef hann kostar og hvað þarf mörg leyfi.
Office, Teams og OneDrive
Ipad - Afhendingarleiðbeiningar
Varstu að fá iPad? Þá eru nokkur skref sem þú þarft að taka til þess að nota hann.
iPadinn er nú þegar skráður á þig, þú þarft bara að skrá notandann þinn inn í iPadinn.
Farðu í Settings
Ýttu á Sign in to your iPad, notaðu @unak.is netfangið þitt.
Þá ertu skráð/ur inn í iPadinn. Nú getur þú sett upp forrit eins og Outlook og OneDrive sem koma foruppsett á iPadinn.
Ef þú átt þinn eginn AppleID aðgang sem þú villt nýta á tækið þá getur þú skráð þig inn á hann með því að gera eftirfarandi.
Farðu í Settings
Ýttu á AppleID reikninginn þinn
Farðu í Media and Purchases og skráðu þinn persónulega AppleID reikning þar.
Ef þig vantar aðstoð með iPadinn eða ef þig vantar að ná í eða versla hugbúnað á iPadinn getur þú sent inn beiðni hér.