Catchbox (hljóðnemi)
Catchbox er hljóðnemi sem er innbyggður í mjúkan kubb og er ætlaður til þess að kasta á milli fólks í umræðum, hvort sem er til þess að það heyrist betur í stofunni sem og á upptöku og / eða fjarfundi.
Til þess að kveikja á hljóðnemanum, þá er svarti, hringlótti hljóðneminn dreginn upp úr kubbnum. Þá kemur stjórnboxið með rofanum til þess að kveikja, sem og rafhlöðunum í ljós. Gaumljós sýnir hvort það sé kveikt eða slökkt á hljóðnemanum, eða ef skipta þarf um rafhlöður.
Ljósið logar:
Ekki: Slökkt er á hljóðnemanum
Grænt: Kveikt er á hljóðnemanum og rafhlöður í lagi
Rautt: Skipta þarf um rafhlöur og setja þær sem voru í, í hleðslu