"Presenter View" - Ekki sama á skjá og skjávarpa (eða öðrum skjá)

Stillingar Windows stýrikerfinu:

Athugið að þessi stilling hefur áhrif á skjáupptöku á Panopto. Ef taka á upp í panopto, vinsamlegast skoðið vel þær stillingar hér að neðan.

Í öllum stofum er hægt að nota skjávarpa og tölvuskjá á kennaraborði á aðskildan hátt, á sama hátt og tvo tölvuskjái sem eru tengdir við sömu tölvuna. Hins vegar þarf að hafa í huga að forrit sem eru ekki sérstaklega gerð fyrir þessa virkni verða örlítið snúin í notkun þar sem draga þarf það sem á að sýna á skjávarpanum frá skjánum á kennaraborðinu og yfir á skjávarpann. Þar sem skjávarpi er í sumum tilfellum á bak við kennaraborð, þá liggur ekki alltaf ljóst fyrir hvar á skjánum á kennaraborðinu þarf að fara út af til að komast á hinn skjáinn.

Til þess að virkja tvo aðskilda skjái:

  • Smellið á skilaboðin neðst í hægra horninu á skjáborðinu og smellið á “Project”

eða:

Haldið inni “Start” takkanum á lyklaborðinu og ýtið einu sinni á “P” takkann

  • Í valmyndinni sem birtist, veljið “Extend”

 

Nú ætti ekki að vera það sama á skjánum á kennaraborðinu og á skjávarpanum. Ef það er ekki ljóst í hvaða átt á að færa glugga eða mús til að komast yfir á hinn skjáinn:

  • Hægri smellið á skjáborðið og smellið á “Display settings”

Myndin sem kemur sýnir afstöðu skjánna. Hægt er að smella á “Identify” til að sýna með númeri hvor skjárinn er 1 og hvor er númer 2.

 

Stillingar á Panopto upptökukerfinu:

Þegar búið er að virkja tvo aðskilda skjá á tölvunni, þá breytist viðmótið í Panopto þannig að tveir valmöguleikar eru nú undir “Secondary sources”

Til þess að sjá hvor skjárinn fer á upptöku, þá er hægt að haka í “Enable screen capture preview”. Þá birtist mynd af skjámyndinni sem er valin í glugganum í Panopto. Ef rangur skjár er valinn, það er ekki skjávarpinn, þá þarf að víxla valmöguleikunum “Capture Main Screen” / “Capture Second Screen”

 

Stillingar á Powerpoint:

Til þess að virkja “Presenter view” í Powerpoint:

  • Smellið á “Slide Show” valmyndina

  • Hakið í “Use Presenter View”

Ef glærunar og stjórnborðið eru víxluð á skjánum, það er ef glærurnar eru á tölvuskjánum á kennaraborðinu og stjórnborðið á skjávarpanum:

  • Smellið á “Display settings” → “Swap Presenter View and Slide Show”

eða

  • Veljið skjá í “Monitor” í “Slide Show” valmyndinni