Fundarmyndavél Ugla
Þessi myndalausn samanstendur af tveimur myndavélum. Annars vegar myndavél staðsett undir skjánum og svo 360° myndavél staðsett á fundarborðinu. Þessi lausn sýnir þá aðila á staðnum sem tala hverju sinni. Myndavélin notar andlitsgreiningu og hljóð til þess að staðsetja þann sem talar. Það ferli getur tekið nokkrar sekúndur og er því eðlilegt að viðkomandi sé ekki kominn í mynd um leið og talað er. Á Uglunni eru eftirfarandi takkar og ljós:
Ljósið “Hljóðnemi af” logar þegar slökkt er á hljóðnemanum. Til á kveikja á honum,. þá er annaðhvort kveikt á honuum í fundarforritinu eða með því að ýta á takkann “Slökkva á hljóðnema”.
360° myndavélin er rétt staðsett þegar rafmagnssnúran á henni vísar frá sjónvarpinu