Þráðlaus mynd- og hljóðsending (AirServer)

AirServer er hugbúnaður sem getur tekið á móti þráðlausri mynd- og hljóðsendingu frá öðrum tækjum búnum þráðlausu netkorti eins og fartölvum, símum og spjaldtölvum. Þessi hugbúnaður er oftast hafður á sér tölvu eins og er í sumum fundarherbergjunum. Þar af leiðandi þarf að stilla viðkomandi skjá (oftast hægra megin) á þann inngang HDMI 2.

Athugið: Ekki er hægt að tengjast fleiri en einum skjá þráðlaust, en hins vegar geta fleiri en einn sent þráðlaust á einn skjá samtímis. AirServer er oftast tengdur þeim skjá sem er á hægri hönd þegar horft er á skjáina

 

Fyrst þarf að stilla skjáinn á réttan inngang, HDMI 2. Athugið að fjarstýringin breytir báðum skjáum. Skjárinn vinstra megin á að fara sjálfkrafa á réttan inngang eftir nokkrar sekúndur.

 

Hér eftir eru svo leiðbeiningar eftir mismunandi stýrikerfum hvernig tengjast á þráðlausri myndsendingu:

  • Haldið inni Windows takkanum á lyklaborðinu og ýtið einu sinni á takkann “p”

  • Veljið “Connect to wireless display”

     

  • Viðkomandi AirServer tæki ætti að koma upp í listanum. Smellið á hann og sláið inn kóðann sem birtist á skjánum sem er verið að tengjast

     

     

     

  • Haldið inni Windows takkanum á lyklaborðinu og ýtið einu sinni á takkann “k”

     

  • Smellið á viðkomandi myndmóttakara sem þið viljið tengjast

     

  • Sláið inn kóðann sem birtist á skjánum sem þið viljið tengjast

  •