Lagfæra deilingar

ATH. Eigandi skjalsins sem verið er að deila þarf að gera þetta hjá sér.

Deilingarnar hafa verið til vandræða hjá sumum notendum. Það er vegna þess að einhverjar deilingar fluttust yfir þegar við fórum í Menntaskýið og eru að vísa í notandann í gamla umhverfinu. Til að lagfæra þetta þurfum við að fjarlægja þann notanda úr okkar persónulega umhverfi.

Byrjum á því að setja inn notandanafnið okkar í reitinn hér að neðan (án @unak.is), smellum svo á “Fara í stillingar hnappinn” og þá opnast nýr flipi með stillingarsíðunni.

Á stillingarsíðunni þurfum við að haka við alla notendur Menntaskýs sem ekki eru með stofnana endingu í nafninu sínu (t.d. - HA fyrir Háskólann á Akureyri)

 

Þegar búið er að haka við alla þá förum við hér uppí vinstra hornið og smellum á “Actions” og svo “Delete Users form Site Collection”

Þá kemur upp staðfesting og smellir á OK þar

Að lokum þarf þá bara að deila aftur skjalinu með viðkomandi og þá á þetta að vera komið í lag.