Búa til verkefni (e. assignments)
Í valmynd námskeiðs, smelltu á verkefni (e. Assignments).
Hægt er að búa til flokk fyrir verkefnin með því að smella á + Hópur (e. +Group). Til að bæta verkefni við flokk smelltu á plús táknið þar sem verkefnið á að vera í .
Einnig er hægt að búa til verkefni með því að smella á +Verkefni (e. +Assignment).
Þegar verkefni eru búin til þá þarf að velja tegund af verkefni. Venjuleg verkefni (e. assignment) er notað þegar nemendur eiga að skila inn texta, hlaða inn skrá, upptöku, Google skjali, hlekkjum eða Canvas síðum. Hægt er að gera einstaklings verkefni, hópa verkefni og verkefni tengd svæðum.
Hægt er að búa til verkefni (e. Assignment), umræðu (e. Discussion), próf (e. Quiz), útfært verkfæri (e. External tool) og verkefni sem engin einkunn er gefin (e. Not graded).