Uppsetning verkefna og vægi einkunna (e. Assignments)
Í valmynd námskeiðs, smelltu á verkefni.
Efst á síðunni eru aðal stillingarnar (1), fyrir neðan koma flokkar yfir verkefnin (2) og þar fyrir neðan eru verkefnin (3).
Í aðal stillingunum er hægt að leita að verkefnum (1), bæta við nýjan verkefnahóp (2) og búa til nýtt verkefni (3). Til þess að breyta vægi verkefna á flokkum, smelltu þá á punktana þrjá (4).
Þegar hópur er búinn til þá þarf að gefa honum nafn (1) og stilla vægi hópsins af lokaeinkunn (2).
Þessi síða sýnir öll verkefni sem hafa verið búin til í námskeiðinu. Allar tegundir af verkefnum eru skilgreindar með eftirfarandi táknum: Verkefni (1), umræður (2) og próf (3).
Hvert verkefni hefur titil (1), skiladag (2), hversu mörg stig/prósent verkefnið gildir (3), er búið að birta verkefni (4). Ef verkefni er tengt við námsefni (e. module), þá stendur það fyrir neðan titil verkefnis (5).
Staða á verkefnum skiptir í eftirfarandi: Opnar ekki fyrr en á ákveðinni dagsetningu, verkefni er lokað og verkefni er aðgengilegt fram að ákveðinni dagsetningu.
Til að bera breytingu á verkefni, smelltu þá á titilinn (1) og síðan á punktana þrjá. Hægt er að: breyta verkefni (2), afrita verkefni (3), færa verkefni (4) og eyða verkefni (5).
Einnig er hægt að færa verkefni með því að smella á punktana og draga verkefnið upp og niður.