Stillingar í verkefnum (e. Assignments)
Opnaðu námskeiðið og smelltu á Verkefni (e. Assignments).
Smelltu á +Verkefni (e. +Assignment) til að búa til verkefni.
Ef verkefnið er nú þegar til, smelltu þá á táknið við hlitðin á verkefni og veldu Breyta (e. Edit).
Ef þú smelltir á Breyta, smelltu næst á Fleiri kostir (e. More options).
Gefðu verkefni nafn og settu inn verkefnalýsingu.
Settu inn 100 punkta (e. Points), veldu í hvaða flokk verkefnið á að fara undir Verkefni (e. Assignments) og veldu Punktar undir Sýna einkunn sem (e. Display grade as).
Skilgreindu hvernig verkefnaskil eiga að fara fram:
Engin skil (e. No submission). Nemandi þarf ekki að skila neinu inn.
Á netinu (e. Online). Hægt er að láta nemendur skila inn textafærslu (e. Text entry), slóð á vefsíðu (e. Website URL), Upptöku (e. Medio Recordings) og hlaða inn skrá (e. File upload). Þegar valið er að nemendur eigi að hlaða inn skrá við verkefnaskil, er hægt að búa til lista yfir tegundir af skráum sem skilaskassinn tekur við. T.d. skrifa pdf til að takmarka skið við pdf skjal.
Á blaði (e. On paper). Þetta er valið þegar nemandi á að skila inn verkefni í formi pappírs eða viðmóts sem ekki flókkast undir rafræn skil. Hér þarf kennari að staðfesta skil nemenda.
Ytra tæki (e. External tool). Þegar annað verkfæri er notað við skil.
Smelltu á Finna (e. Find) til að leita að verkfærinu sem á að nota í verkefnaskilunum.
Veldu verkfæri úr listanum og smelltu á Velja (e. Select) til að staðfesta valið.
Hér er hægt ákveða hvað nemendur geta skilað verkefninu oft inn. Veldu Ótakmarkað (e. Unlimited) ef tilraunir eiga að vera ótakmarkaðar. Annars er valið Takmarkað (e. Limited) og valið Fjölda tilrauna (e. Number of Attempts).
Til að búa til hópverkefni þarf að haka við Þetta er hópverkni (e. Group Assignment). Hægt er að Skrá einkunnir á hver nemenda sérstaklega (e. Assign grades to each student individually), þetta þetta er ekki valið þá fær allur hópurinn sömu einkunn í verkefninu. Til að búa til nýjan hópaflokk (e. Group category), smelltu á Nýr hópaflokkur (e. New group category).
Gefðu settinu heiti. Ef nemendur eiga að raða sér sjálf niður í hópa þá þarf að haka í Heimila sjálfskráningu (e. Self sign-up). Fylltu út hversu marga hópa á að búa til (e. Create groups now) og hvað margir eiga að vera í hópnum (e. Limit groups to members). Hægt er láta Canvas velja hópstjóra í hópaverkefninu (e. Group leader), ef þetta er valið getur aðeins hópstjóri skilað inn verkefninu.
Ef þú ætlar að búa til hópana handvirkt, þá þarf að haka við Ég stofna hópa handvirkt (e. I'll create groups manually).
Þegar hópar er gerðir handvirkt, þarf að fara í Fólk (e. People), velja hópasettið og smella á +Hópur (e. +Groups) til að búa til hópana.
Ef hópasettið (e. Group set) er tilbúið, smelltu á felligluggann og veldu hópasettið sem á að tengja við verkefnið.
Smelltu á hlekkinn fyrir neðan til að skoða leiðbeiningar um jafningjamat.
Jafningjamat í verkefni (e. Peer review, Assignment)
Í lokin þarf að úthluta verkefni til nemenda. Sjálfkrafa er úthlutað til allra í námskeiðinu. Veldu Skilafrest (e. Due date) og á hvaða tímabili verkefnið á að vera tiltækt nemendum. Smelltu á Vista ef þú ætlar að birta verkefnið seinna, annars smellir þú á Vista og birta.