Hreinsa Office leyfi á Mac

1. Smella hér og sækja license removal tólið.

2. Settu upp tólið með því að ræsa skránna sem þú varst að sækja.



Ath: Ef upp koma villuboðin "unidentified developer" prófaðu þá að halda inni Control + smella á skrána og fara þar í > Open.



3. Í uppsetningunni er Continue valið nokkrum sinnum.



4. Eftir að hafa smellt á continue nokkrum sinnum er síðan valið Install. Þú verður líklega beðin um að skrifa inn local lykilorðið á notandanum þínum á tölvunni.

Í lokin er smellt á Close.



6. Eftir uppsetninguna er mikilvægt að endurræsa tölvuna

Nú ætti að vera hægt að opna Office forritið og þá ætti strax að poppa upp innskráningargluggi frá Microsoft þar sem hægt er að skrá sig aftur inn.