Bæta matskvarða við verkefni (e. Rubric)

ATH: Matskvarðinn þarf að vera tilbúinn þegar þessi aðgerð er framkvæmd.

Opnaðu verkefnið.


Smelltu á +Matskvarði / +Rubric fyrir neðan upplýsingar um verkefnið



Smelltu á Finna Matskvarða (e. Find a Rubric) til að finna kvarðann sem á að nota í verkefninu.



Byrjaðu á því að velja námskeiðið sem matkvarðinn er staðsettur (1). Eftir að námskeið hefur verið valið þá birtist listi yfir kvarða sem eru í námskeiðinu (2). Þegar kvarðinn hefur verið valinn þá birtist hann til hliðar og til þess að velja hann þarf að smella á Nota þennan Matskvarða (e. Use This Rubric) (3).



Nú er búið að tengja matskvarðann við prófið. Hægt er að gera breytu á kvarðanum með því að smella á blýantinn.



Mundu að smella á Uppfæra Matskvarða (e. Update Rubric) ef breytingar eru gerðar á kvarðanum.