Aðalsíða námsefnis (e. Modules)

Í valmynd námskeiðs, smelltu á Námsefni (e. Modules).



Efst á síðunni er hægt að fella saman allar námseiningar, skoða framvindu nemenda í námskeiðinu og bæta við einingu (1). Fyrir neðan er hver einingu (2) og atriði sem fylgja þeirri einingu (3).


Atriði sem eru innan eininga eru sjálfkrafa sýnilegar þegar síðan er opnuð (1). Til þess að minnka eininguna þá þarf að smella á örina (2).




Allar einingar er innihalda titil, forkröfu, ef hún hefur verið virkjuð (2) og lýsingu á hvað þarf að framkvæma, ef það hefur verið virkjað (3).



Ef þetta tákn er grænt (1) þá er búið að birta eininguna og hún er aðgengileg nemendum. Ef þú vilt bæta efni við eininguna, smelltu þá á plús merkið (2). Til að fá fleiri eiginleika, smelltu þá á punktana þrjá (3). Þá er hægt að breyta einingu (4), færa innihald einingar (5), færa einingu (6), eyða einingu (7), afrita einingu (8), færa efni í námskeið (9), afrita efni í námskeið (10) og bæta efni við á Commons umhverfið.




Hægt er að færa einingar með því að færa músarbendilinn yfir táknið á myndinni fyrir neðan, vinstri smella og halda inni og draga eininguna á nýjan stað.





Táknmyndir í einingunum eru eftirfarandi: Síða með efni til að lesa (1), umræður (2), próf (3), verkefni (4), hlekkur eða útfært verkfæri (5) og skrá (6).




Allt efni í hverri einingu er með titil (1), skiladag (2), fjöldi stiga sem er í boði (3), lágmarks stig til að ná verkefni (4) og hvort sé búið að birta efnið (5). Einnig er hægt að setja inn verkefni sem ekki eru metin til einkunnar (6), t.d. umræður, og hægt er að setja skiladag á verkefnið (7).




Hægt er að gera breytingar á efni í einingu með því að smella á punktana þrjá (1). Hægt er að færa efnið frá hægt til vinstri (2), breyta því (3), afrita (4), færa upp og niður (5) og eyða efninu (6).